fbpx

Leðurlúffur, herra

Leðurlúffur, herrastærð VI, úr uppnýttum leðurjökkum, oftast keyptum af Rauða Krossi Íslands. Fóðrið er uppnýtt kasmírpeysa, einnig frá RKÍ. Stærð VI er sambærilegt við herra stærð XL.

23.900 kr.

Uppselt

Lýsing

Guðrún Borghildur hannar lúffur og notar í þær nær eingöngu endurunnið leður. Efniviðinn kaupir hún að mestu leyti hjá Rauða Krossi Íslands, en hún kaupir bara þær flíkur sem er ekki hægt að selja í verslunum félagsins. Einnig hefur hún verið svo lánsöm að vinir og vandamenn gauki að henni flíkum sem þeir vilji að eignist framhaldslíf.

Guðrún Borghildur fóðrar lúffur sínar með endurnýttum kasmírpeysum til að gera þær sérstaklega mjúkar að innan. Í lófanum er alltaf rúskinn, svo hendurnar renni síður á stýri bílsins. Teygja er um úlnliðinn svo lúffurnar sitji betur.

Lúffurnar koma í samtals átta stærðum. Það eru fjórar kvennastærðir, skreyttar eru með pels. Og fjórar herrastærðir, sem venjulega eru ekki skreyttar, en má svo sannarlega bæta pels við sé þess óskað.

Fara á með lúffurnar eins og hvert annað leður. Það má spreyja á þær með leðurvörn. En mælt er samt með að vera ekki með þær úti í mikilli bleytu.

Sjá má myndir á heimasíðu Guðrúnar Borghildar www.gudrunborghildur.is

Upplýsingar um stærð

Þyngd .4 kg
Stærð 25 × 15 × 3 cm

Höfundur:

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.