Lýsing
Lykillinn á bókinni er táknrænn, hann varðveitir innihald bókarinnar. Hann er ættaður af háalofti í óræðu þorpi í Þýskalandi.
Innan á bókarkápunni er vasi sem má annaðhvort nota undir nafnspjöld, eða greiðslukort.
Skissu- eða minningabókarkápan er búin til úr afturnýttum leðurjökkum, stundum skreytt með roði. Bókin sjálf er búin til úr pappírsbunka sem var orðinn of lítill fyrir verkefni í prentsmiðjunni. Hún er í hefðbundinni A5 stærð.
Fleiri myndir má sjá á www.gudrunborghildur.is