Slá með kögri úr þæfðri íslenskri ull. Hér eru engar tvær flíkur eins. Sláin er í einni stærð. Ullin er frábært hráefni sem má móta að vild. Einstök flík.
Þema ásta créative clothes hefur lengi verið veðraðar flíkur, eða eins og flíkin hafi skolast til í fjöruborðinu, líkt og endlaus hreyfing steinanna í fjörunni. Flíkurnar eru tímalausar og þægilegar, gjarnan úr náttúrulegum efnum.