Lýsing
Lúffur Guðrúnar Borghildar eru hannaðar úr leðurjökkum sem hafa átt sér fyrra líf. Kolefnissporið er lágt því það er bara notað hráefni sem folk hefur af einhverjum ástæðum losað sig við. Flest er keypt hjá Rauða krossi Íslands, sumt er ættað frá vinum og vandamönnum.
Þær eru fóðraðar með kasmípeysum sem gerir þær bæði mjúkar og hlýjar. Rússkinn í lófunum kemur í veg fyrir að maður renni á stýrinu.
Fara á með lúffurnar eins og hvert annað leður, má spreyja með vantnsvörn. En mælt með að nota þær ekki í mikillri rigningu.
Sjá má myndir á heimasíðu Guðrúnar Borghildar www.gudrunborghildur.is