Kirsuberjatréð er íslensk hönnunarverslun rekin af 10 listakonum. Húsið er fullt af list og handverki sem er hannað og búið til af listakonunum sjálfum.
Verið velkomin í búðina okkar sem er staðsett í hjarta miðbæjarins á Vesturgötu 4 og skoðið úrvalið okkar af fallegum listmunum og gjafavöru.
Vörur okkar eru m.a. töskur og veski úr fiskhúð, töfrandi spiladósir, lampar og körfur, skálar úr radísupappír, leirmunir, postulínsbollar, jólaskraut, kertastjakar, skartgripir, leður lúffur, vængjaskúlptúrar, púðar og svo margt fleira.
Við erum með herbergi sem listafólk getur leigt fyrir sýningar