Lýsing
Gamlir leðurjakkar fá nýtt líf þegar Guðrún Borghildur breytir þeim í leðurskálar. Þessi endurnýting getur verið fyrirtaks prjónakarfa.
Körfurnar eru léttar og meðfærilegar, í flestum tilfellum eru þær búnar til úr þrenns konar leðurjökkum.
Ekki er mælt með að nota körfurnar undir matvæli.
Aukahlutirnir á myndunum eru eingöngu til að gefa til kynna stærðina á körfunum.