Lýsing
Ásta hannar flíkur sem eru tímalausar og þægilegar. Hún hefur hannað undir eigin vörumerki, ásta créative clothes frá árinu 2000. Að endurnýta allt það undursamlega hráefni sem nú þegar er til er í senn spennandi og nytsamlegt. Ásta leitar að náttúrulegu hráefni á ýmsum stöðum og elskar að gefa því nýtt líf.